Í gær var boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið.
Helgi Bernódusson flutti erindi um slysið og þá sem drukknuðu. Góð mæting var á viðburðinn. Halldór B. Halldórsson tók dagskrána upp og má sjá fyrri hlutann hér að neðan. Frekari umfjöllun um dagskrána verður á næstu dögum hér á Eyjafréttum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst