Skráðar hafa verið hátt í tólf hundruð pysjur hjá pysjueftirlitinu á lundi.is, en ballið er rétt að byrja þar sem Náttúrufræðistofa Suðurlands spáir í kringum 10.000 pysjum í ár eins og greint hefur verið frá.
421 pysja hefur verið vigtuð og er meðalþyngd þeirra 315 grömm, en sú þyngsta vó 416 grömm sem þykir með ólíkindum þegar haft er í huga að fullorðnir lundar eru um 500 grömm eins og fram kemur í færslu á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst