Nú hafa um 100 manns skráð sig í Vestmannaeyjahlaupið sem fer fram á laugardaginn. Á heimasíðu hlaupsins, www.vestmannaeyjahlaup.is segir að nokkrir hlaupahópar upp á landi hafi ákveðið að taka þátt í hlaupinu ef veðurspáin verði góð. Þeir ættu ekki að láta sig vanta því um kvöldið verður stórdansleikur með Ingó og Veðurguðunum í Höllinni.