Máttur kvenna er 11 vikna nám á vegum Háskólans á Bifröst fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi og geta nemendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefnin hvenær sem þeim hentar. Fyrirlestrar eru fjórir til fimm í hverju námskeiði og eru birtir á fjarnámsvef skólans samkvæmt kennsluáætlun hvers námskeiðs. �?ar að auki eru kennslustundir á vinnulotum þar sem lögð verður áhersla á hópavinnu nemenda. Vinnuhelgi er í upphafi og um miðbik námsins en náminu lýkur með formlegri útskrift.
�?ó að námið sé ekki nema 11 vikur þá eru fjölmörg námskeið innifalin í náminu, svo sem námskeið í upplýsingatækni, fjármálum og bókhaldi, stofnun fyrirtækja og rekstrarformi og markaðs- og sölutækni. Á vinnuhelgum eru síðan kennd námskeiðin námstækni, nýsköpun og frumkvöðlar, skapandi stjórnun og framsækni og tjáning. Næsta námskeið hefst með vinnuhelgi 15. september nk. en umsóknarfrestur er til 30. ágúst.
Á síðasta námskeiði tóku alls 19 konur þátt en af þeim voru tíu frá Vestmannaeyjum, þær Anna Rós Hallgrímsdóttir, Ásta María Ástvaldsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Fríða Hrönn Halldórsdóttir, Guðbjörg Kristín Georgsdóttir, Soffía Valdimarsdóttir, Thelma Sigurðardóttir, Una �?óra Ingimarsdóttir, Unnur Björg Sigmarsdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir.
Skemmtilegt og krefjandi nám
Blaðamaður ræddi við þær Fríðu Hrönn Halldórsdóttur og �?nnu Rós Hallgrímsdóttur um Mátt kvenna en báðar voru þær þátttakendur í náminu.
Fríða Hrönn Halldórsdóttir:
Hvað var það sem vakti helst athygli þína þegar þú skráðir þig í þetta nám? �??�?g kannaðist við konur sem að höfðu farið í þetta nám og gáfu þessu góð meðmæli. �?að sem að vakti helst athygli mína var að námið væri eingöngu fyrir konur því ég tel að námið sé fyrir alla,�?? sagði Fríða Hrönn sem fannst námið standa undir væntingum. �??Námið stóð undir væntingum að mínu mati. �?að kom mér á óvart að mér fyndist bókhald og markaðssetning í raun virkilega skemmtilegt þó svo að það væri krefjandi.�??
Gera má ráð fyrir að það halli töluvert á konur þegar kemur að fyrirtækjarekstri og stjórnunarstöðum yfir höfuð. Er þetta nám ekki tilvalið fyrir þær konur sem vilja hasla sér völl á þeim vettvangi? �??�?g held að seinustu ár hafi það breyst töluvert og konur eru sem betur fer farnar að verða stjórnendur og framarlega í fyrirtækjarekstri. Konur skortir oft á tíðum sjálfstraust og kæruleysi til þess að fara út í stjórnun og eigin rekstur sem að virðist vera algengara að einkenni karlkynið. En eins og ég segi að þá finnst mér það vera að breytast. �?g held að í dag sé algengara að stúlkur sem að eru að alast upp hafi sjálfstraust til þess að gera það sem að þær langi að gera og kynin bæði séu að verða óhræddari við að vera þau sjálf og sjái jafna möguleika. �?etta nám er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í stjórnunarstöðu eða eigin rekstur. �?g vona reyndar að Bifröst breyti þessu í nám fyrir bæði kynin,�?? sagði Fríða Hrönn að lokum.
Anna Rós Hallgrímsdóttir:
Hvað var það sem vakti helst athygli þína þegar þú skráðir þig í þetta nám? �??�?g hafði heyrt af þessu námi og verið spennt fyrir því. �?g sá þarna fyrir mér tækifæri til að læra aðeins um bókhald og rekstur sem ég hafði ekki áður farið í í mínu námi. �?g hafði verið að skoða ýmis námskeið í því en leyst svo bara vel á þetta því hluta af staðlotnum var hægt að taka í Eyjum,�?? sagði Anna Rós sem fannst námið standa að mestu undir væntingum. �??�?etta var í raun bara ákveðinn grunnur sem var kenndur, grunnur í bókhaldi, rekstri, markaðsfræði, stofnun fyrirtækja og upplýsingartækni. �?etta hefði alveg mátt vera ögn meira krefjandi, jafnvel bara aðeins lengra og kannski þannig að maður fengi einhverjar einingar úr því til áframhaldandi náms. En þetta hvetur mann í að fara lengra, bæta við sig á þessu sviði.�??
Gera má ráð fyrir að það halli töluvert á konur þegar kemur að fyrirtækjarekstri og stjórnunarstöðum yfir höfuð. Er þetta nám ekki tilvalið fyrir þær konur sem vilja hasla sér völl á þeim vettvangi? �??Jú algjörlega. �?g leit þannig á það, ég fór í þetta nám af stærstum hluta til að efla mig í starfi, bæta við við mig þekkingu á þeim sviðum sem mér fannst vanta, t.d. í fjármálum og rekstri. �?g er millistjórnandi í mínu starfi og sá þarna tækifæri til þess eins og sagði til að efla mig í starfi og gera betur í því, maður hefur auðvitað metnað til þess. �?g tel að þetta nám geti eflt sjálfstraust margra kvenna til að sækjast eftir stjórnunarstöðu, við eigum ekki að vera hræddar við það,�?? sagði Anna Rós að lokum.