Umferð um Vestmannaeyjaflugvöll var mun meiri um þjóðhátíðina en undanfarin ár.
Ernir fluttu um 400 manns frá Eyjum á mánudaginn og rúmlega 1000 fóru með einkavélum til Reykjavíkur og upp á Bakka. �?egar mest var voru 15 vélar á vellinum.
�??Í gær fór um völlinn um 1500 manns frá klukkan 06.30 til klukkan 23.00 og lendingar voru 330. �?etta er töluverð aukning frá árinu í fyrra,�?? sagði Ingibergur Einarsson, flugvallarstjóri þegar rætt var við hann á þriðjudaginn.