Komið var með yfir 200 pysjur í pysjueftirlit Sæheima í dag. Nú eru komnar samtals 1537 pysjur og aðeins þrisvar áður hafa þær verið fleiri frá upphafi eftirlitsins. Við höfum fregnað að enn séu lundar að bera æti í pysjur sínar og því má eiga von á pysjum næstu daga. Við hér í Sæheimum erum mjög spennt að sjá hvort náist að toppa árið 2012 en þá var komið með 1830 pysjur og hafa pysjurnar í eftirlitinu aldrei verið fleiri. Myndin var tekin í lok dagsins og náði þá biðröðin langt fram eftir ganginum.