Kristinn Pálsson, ungur Eyjamaður hefur verið ráðinn annar af tveimur skopmyndateiknurum Morgunblaðsins. Kristinn, sem er aðeins 18 ára gamall, fetar þannig í fótspor annars Eyjamanns en Sigmúnd teiknaði myndir í Morgunblaðið um áratugaskeið. Morgunblaðið hélt samkeppni um það hver ætti að teikna myndirnar og urðu þeir Kristinn og Helgi Sigurðsson hlutskarpastir.