Um tíu þúsund manns eru á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og búast við mótshaldarar við að fleiri komi á svæðið í kvöld. Hátíðarhöld hafa farið vel fram, en þó hafa níu fíkniefnamál hafa komið upp um helgina.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Fimm fíkniefnamál komu upp í nótt og í gær. Í einu tilviki var um ræða tæplega tvítugan karlmann sem á fundust fjórtán skammtar af LSD. Alls hafa níu fíkniefnamál komið upp í Eyjum um helgina sem er nokkuð minna en oft hefur verið. Lögreglan hefur verið með öflugt fíkniefnaeftirlit alla helgina og hefur lítið fundist af fíkniefnum.
Gæslan á svæðinu er með gáma sem ætlaðir eru fyrir þá sem verða of ölvaðir og þurfa að sofa úr sér. Fáir hafa nýtt sér það að gista í gámunum í ár ólíkt því sem var í fyrra.
Árni Johnsen hætti sem kynnir þjóðhátíðar á síðasta ári og tók Bjarni Ólafur við af honum. Bjarni segir sér hafa verið vel tekið. Þjóðhátíðarnefnd treysti sér ekki til að hafa Árna áfram sem kynni eftir hátíðina árið 2005. Þar sem við lokaathöfn hátíðarinnar það árið missti Árni stjórn á skapi sínu og sló söngvarann Hreim Hreimsson á sviðinu. Hreimur tróð upp á þjóðhátíð í gær og sagði hann þá að honum litist vel á nýja kynninn og ætti ekki von á því að hann ætti í neinum útistöðum við sig eins og Árni Johnsen.
Í gærkvöldi var haldin flugeldasýning og var mikið lagt í hana þetta árið. Um tíu þúsund gestir eru á svæðinu og búast mótshaldarar við að þeim fjölgi í kvöld en síðasta kvöld þjóðhátíðar er jafnan stærsta kvöld hátíðarinnar. Í kvöld stýrir Árni Johnsen brekkusöng auk þessi sem Stefán Hilmarsson og Bubbi Morthens troða upp á kvöldvöku.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst