Þorgils Orri Jónsson markvörður hefur ákveðið að spila á ný með ÍBV eftir að hafa spilað með ÍR síðasta vetur. Þorgils er að jafna sig af meiðslum og er gert ráð fyrir því að hann byrji að spila í nóvember. Hann mun í vetur æfa með Valsmönnum í Reykjavík en hann er við nám í höfuðborginni.
Hinn leikmaðurinn er frá Litháen og heitir Zilvinas Greze, kemur hann til ÍBV á eigin vegum en ÍBV sér um að redda honum vinnu og húsnæði. Gintaras þjálfari ÍBV þekkir Zilvinas og segir að þetta sé fjölhæfur leikmaður sem styrkir hópinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst