Íslenska karlalandsliðið spilaði í kvöld æfingaleik á móti Kanadamönnum á Laugardalsvelli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark Íslands skoraði eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson á 65 mínútu leiksins.
Hermann Hreiðarsson bar fyrirliðabandið í leiknum og stjórnuðu Hermann og Ívar Ingimarsson vörn Íslands í þessum leik. Landslið Kanada komst ekki í mörg færi í leiknum en þó náðu þeir að skora eitt mark og má segja að það hafi komið úr þeirra eina marktækifæri. Hermann spilaði gríðarlega vel og er greinilegt að hann er í sínu fínasta formi.
Gaman var að sjá Gunnar Heiðar skora enda hefur hann átt erfitt uppdráttar hjá þjálfara Hannover 96 í Þýskalandi og sagðist Gunnar hafa heyrt af því að einhver lið hefðu sent fulltrúa á leik Íslands og Kanada til að fylgjast með honum.
Frá því að Gunnar Heiðar gekk til liðs við Hannover þá hefur verið skipt um þjálfara og stjórn og frá því að nýi þjálfarinn tók við hefur Gunnar verið meira og minna meiddur og lítið getað sýnt sig. Þjálfarinn hjá Hannover hefur tilkynnt Gunnari að helst vilji hann ekki missa hann, heldur lána hann til að láta reyna á Gunnar og geta þá kallað hann til baka ef þörf krefur.
Eyjar.net spurðu Gunnar örstutt út í leikinn og næstu skref hjá honum.
Nú náðir þú að skora mark í kvöld, ertu ánægðu með leik þinn í kvöld?
Já mér fannst þetta koma ágætlega út, langt síðan maður hefur spilað heilan leik en ég er sáttur við þetta mark.
Nú er staðan þín hjá Hannover í Þýskalandi ekki sú bjartasta, hvernig sérðu framhaldið í því máli?
Það lítur ekkert neitt svakalega vel út eins og staðan er í dag, en ég vissi að einhver lið voru með fulltrúa á þessum leik í kvöld og vonandi sáu þeir eitthvað í mér sem þeir vilja fá.
Mark á móti Real Madrid og Kanada heldurðu að það hafi áhrif á einhver lið?
Ég vona það svo sannarlega
Þú sérð fram á það að þú skiptir um lið og hugsanlega land á næstu vikum?
Já ég verð bara að segja vonandi, ég verð að komast í eitthvað lið og fá að spila fótbolta til að byggja ofan á það komið var.
Og ertu búinn að ná þér að fullu af öllum meiðslum?
Meiðslin eru orðin góð og nú er bara að koma sér í stand og fara að setja inn fleiri mörk.
Eyjar.net þakkar Gunnar Heiðari fyrir og óskar honum góðs gengis.
Segðu þína skoðun á fréttinni á www.eyjar.net/spjall




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.