Flottar hugmyndir ... en
26. ágúst, 2007

Ég er ánægður með bæjarstjórn Vestmannaeyja núna. Sérstaklega að þau skuli koma saman sem eitt. Tveir stórir pólar í pólitíkinni halda saman fund og kynna ítarlegar, róttækar og vel unnar tillögur að bættum hag okkar Eyjamanna. Það þarf samt alltaf að vera eitthvað “en”

Það er greinilegt að fókusinn hjá bæjarstjórn snýr að atvinnulífinu. Það er skynsamlegt. Það gerist ekkert ef atvinnan er ekki til staðar. Ég er ánægður að krafist er að  flýtt verði framkvæmdum við Bakkafjöru. Ég er ánægður með ítarlegar og flottar tillögur í atvinnumálum.

Hins vegar verð ég að viðurkenna, rétt eins og ég hef sagt í bloggunum hér á undan að ég er óánægður með hvernig bærinn höndlar félagsleg mál. Leikskólamál eru í ólestri. Hæstu gjöld á Íslandi? Veit ekki en mjög nálægt því. Heilsdagsskóli? Nei. Hollur og góður matur í hádeginu fyrir grunnskólabörn? Nei. Niðurgreiðsla í leikskólum á við það sem gerist hjá bæjaryfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu? Nei. 

Við búum í samfélagi í vörn. Auðvitað þurfa atvinnumál fyrst og fremst að vera í lagi til að hér fjölgi. Síðustu ár hefur atvinnuleysi verið hverfandi. Það hefur ekkert breyst og í dag skilst mér að staðan sé frekar sú að erfitt sé að fá fólk í vinnu en á hinn veginn.

Þá er komið að part númer tvö. Þjónustu bæjaryfirvalda gagnvart þegnunum. Því miður, eins og atvinnustaðan er góð, blasir falleinkunn við í félagslega partinum.

Spurning hvort tillögur bæjarins hefðu átt að snúa að einhverju öðru?

http://svenko.blog.is/blog/svenko/

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst