Eldur kviknaði í einbýlishúsi í Vestmannaeyjum um kl 18 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru 3 íbúar hússins heima þegar eldurinn kviknaði. Fólkið kom sér út og hringdi í neyðarlínu sem ræsti út slökkvilið. Vel gekk að slökkva eldinn og vinnur slökkvilið nú að því að reykræsta húsið.
Lögreglan í Vestmannaeyjum segir margt benda til að kviknað hafi í út frá matseld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst