Eiður Smári Guðjohnsen er í 22ja manna landsliðshópi í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti nú í hádeginu fyrir EM-leikina gegn Spáni og Norður-Írlandi sem fara fram 8. og 12. september. Eiður Smári er meiddur og ekki var talið að hann myndi spila leikina. Tveir nýliðar eru í hópnum, FH-ingarnir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Sverrir Garðarsson.
Þá bætast Ármann Smári Björnsson og Ólafur Ingi Skúlason í hópinn en þeir hafa ekki leikið með landsliðinu á þessu ári.p> Hópurinn er þannig skipaður:
Árni Gautur Arason, Vålerenga
Daði Lárusson, FH
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Helgi Sigurðsson, Val
Arnar Þór Viðarsson, De Graafschap
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley
Ívar Ingimarsson, Reading
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Alkmaar
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Kári Árnason, AGF
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg
Baldur I. Aðalsteinsson, Val
Ármann Smári Björnsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH
Sverrir Garðarsson, FH
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst