Síðustu daga hafa fjölmiðlar fjallað um þann vanda sem steðjað hefur að lögregluembættum í landinu að manna sínar stöður. Í eyjum eru tvær stöður lausar og ein losnar til viðbótar í nóvember.
www.eyjar.net hafði samband við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum og spurði hann út í stöðuna í eyjum.
Síðustu daga hefur verið fjallað í fjölmiðlum um mikla vöntun á
lögreglunmönnum til starfa, hvernig er staðan í Vestmannaeyjum?
Þessa stundina vantar í tvær stöður hjá okkur og einn er að hætta í nóvember
vegna aldurs. Við fengum Davíð Þór Óskarsson til okkar frá höfuðborgarsvæðinu en
hann ætlar að vera hér í eitt ár. Einnig er hér enn við störf lögreglumaður sem
var að fljúga hjá Flufélagi Vestm. Í sumar og er eitthvað áfram í aflesyingum.
Við erum enn á klára sumarfrí lögreglumanna en þegar því líkur er þetta staðan
eins og ég áður greindi frá að með haustinu vantar 3 lögreglumenn til starfa.
Hverjar eru helstu ástæður fyrir því að illa gengur að manna þessar stöður?
Fyrir um ári síðan var hér fullmannað í allar stöður hjá okkur og allt
faglært fólk. Á þessum stutta tíma hefur þetta breyst. Tveir lögreglumenn fóru
til starfa í Rvk. Og aðrir tveir fóru í önnur störf. Þeir sem fóru í önnur störf
vildu breyta til. Annar fékk mun fjölskylduvæna starf, þ.e.a.s. engar
næturvaktir og mun meira frí. Þetta starf er þó innan ríkisins. Hinn vildi bara
breyta til þar sem hann taldi starfið ekki vera fyrir sig. Það verður að segjast
eins og er að þetta snýst um launin, laun lögreglumann hafa dregist afturúr
öðrum viðmuðunarstéttum. Föst laun lögreglumanns sem útskrifast eru 177.000 kr.
Og við það bætist vaktarálag fyrir þá sem vinna á vöktum. Eins sést eru þetta
ekki há laun fyrir þetta krefjandi starf þar sem gerð er rík krafa er til starfa
lögreglumanna. Sú krafa er alltaf að aukast.
Hvert er hlutfall faglærðra lögreglumanna og héraðslögreglumanna í
Vestmannaeyjum?
Í sumar voru þrír ófaglærðir hér við sumarafleysingar en nú eru allir
mentaðir lögreglumenn.
Telurðu að vandamálið í mannaráðningum sé meira í Vestmannaeyjum en í öðrum
umdæmum?
Nei, þetta vandamál er víða um land að það vantar lögreglumenn til starfa og
meira segja á höfuðborgarsvæðnu, þar vantar fjölda lögreglumanna til starfa. Það
eru margir lögreglumenn starfandi á landinu sem eru úr Eyjum en kjósa að starfa
þar frekar en að koma heim.
www.eyjar.net þakkar Jóhannesi Ólafssyni kærlega fyrir að gefa sér tíma og svara okkar spurningum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst