Í kvöld mætast á Njarðvíkurvelli Njarðvík og ÍBV í 1.deild í knattspyrnu. Bæði lið þurfa að fá 3 stig úr þessum leik og búast má við því að þetta verði hörku leikur.
Með sigri í kvöld heldur ÍBV enn í vonina að komast aftur upp í úrvalsdeild en Njarðvík er í fallbaráttu og því muni þeir ekkert gefa eftir. ÍBV átti frábæran seinni hálfleik gegn Víking Ólafsvík á heimavelli og vonandi verður áframhald á þeirri góðu knattspyrnu sem að leikmenn ÍBV buðu upp á eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik. Útivellirnir hafa verið sterkari en heimvöllur ÍBV í sumar og ef ÍBV ætlar að eiga einhvern séns í úrvalsdeild að ári verður allt að ganga upp í kvöld.
www.eyjar.net skorar á eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu að fá sér bíltúr til Njarðvíkur og styðja strákana í kvöld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst