www.eyjar.net ætla að gefa lesendum sínum kost á því í vetur að senda inn spurningar í gegnum www.eyjar.net/spjall á kjörna stjórnmálamenn kjördæmisins.
Fyrstur til að sitja fyrir svörum er Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Til að senda inn spurningu verður að skrá sig inn á spjallborð www.eyjar.net/spjall og hægt er að senda inn spurningu í flokknum Pólitík – Spurðu ráðherrann / þingmanninn. Munum við velja nokkrar spurningar og senda þær á Árna sem ætlar að svara þeim.
Það er markmið www.eyjar.net að skapa lifandi umræðu um menn og málefni og vonandi náum við með þessari leið að koma skoðunum okkar á framfæri.
Ef að við spyrjum ekki spurninga sem tengjast Vestmannaeyjum þá gerir það enginn.
Undir spurninguna verður að setja fullt nafn notenda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst