Stjarnan hélt í kvöld sigurgöngu sinni áfram í N-1 deild karla í handknattleik. Stjörnumenn, sem spáð er Íslandsmeistaratitli, lögðu ÍBV í Eyjum, 31:37, eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 11:18.
Sigurður Bragason var atkvæðamestur í liði Eyjamanna með 10 mörk og næstur kom Sindri Haraldsson með 7. Hjá Garðbæingum voru tveir af nýju mönnunum markahæstir. Björgvin Hólmgeirsson skoraði 10 mörk og Heimir Örn Árnason 7.
Stjarnan hefur þar með unnið alla þrjá leiki sína en ÍBV hefur tapað öllum þremur leikjum sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst