Vålerenga vill kaupa Gunnar Heiðar
27. september, 2007

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar sem nýverið var lánaður frá þýskaliðinu Hannover hefur byrjað vel fyrir norskaliðið Våleranga. Gunnar Heiðar hefur strax náð að opna sinn markareikning og eru norðmennirnir ánægðir með spilamennsku Gunnars Heiðars.

Vålerenga hefur áhuga að ganga frá kaupum strax á Gunnar í staðinn fyrir að leigja hann en Vålerenga á forkaupsréttinn á Gunnari. Við þetta gætu sú staða komið upp að ÍBV fengi einhverja greiðslu fyrir í uppeldisbætur. Samkvæmt www.fotbolti.net er talað um 88 milljónir króna fyrir Gunnar og því næsta víst að greiðslan til ÍBV gæti orðið umtalsverð.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst