Þá er fótboltasumarið á enda og það orðið staðreynd að ÍBV verður ekki í Landsbankadeildinni að ári. Það verða Grindavík, Fjölnir og Þróttur sem fara upp um deild.
ÍBV á Hásteinsvelli við Fjölnismenn sem voru fyrir leikinn öruggir upp um deild og því að litlu að keppa fyrir Fjölnismenn nema heiðurinn einn að vinna ÍBV á heimavelli.
Leikurinn endaði 4-3 en það var Ingi Rafn Ingibergsson sem skoraði fyrsta mark ÍBV í leiknum. Davíð Þór Rúnarsson jafnaði svo leikinn fyrir Fjölni en rétt fyrir leikhlé var það Atli Heimisson sem kom eyjamönnum yfir að nýju.
Í seinnihálfleik byrjaði Fjölnir mun betur og á skömmum tíma skoruðu Fjölnismenn tvo mörg og komust yfir 2-3. En Adam var ekki lengi í paradís því Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði metinn fyrir ÍBV á 70 mínútu og á 73.mínútu var það svo besti leikmaður sumarsins Ian Jeffs sem skoraði 4 mark ÍBV.
Til að ÍBV hefði átt möguleika að komast upp í Landsbankadeildina að ári hefði Reynir Sandgerði þurft að vinna lið Þróttar en Þrótt sigraði sannfærandi 0-4.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst