Fólk sem greiðir tekjuskatt til sveitarfélagsins er í leiðinni að borga hluta af þessari milljón sem kostar fyrir sveitarfélögin að mennta barn yfir árið.
Er sanngjarnt að sumir borgi ekkert fyrir skólagöngu barnsins síns ?
Þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, en ekki tekjuskatt, þeir greiða ekkert í útsvar til sveitarfélagsins. Því eru þeir ekki að borga neinn hluta af þessari milljón og börn þeirra fá því ókeypis skólagöngu. Oft er það þannig að þeir sem borga einungis fjármagnstekjuskatt, eru þeir sem hafa það gott peningalega séð.
Það er eitthvað bogið við það að hópur sem borgar ekkert til samfélagsins (a.m.k. í formi tekjuskatts) fái þjónustu frá samfélaginu frítt.
Sorry Hjördís – stal þessari umræðu aðeins frá þér
www.smarijokull.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst