Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Kristbjörg Kjeld hlutu styrk úr minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur, sem veittur var á mánudagskvöld.
Það var stjórn sjóðsins sem veitti styrkinn í Iðnó í gær, en hana skipa þau Kjartan Borg, Hjörtur Torfason, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Viðar Jónsson og Sunna Borg.
Frú Stefanía er talin einn helsti frumkvöðull leiklistar á Íslandi og hefur verið úthlutað úr minningarsjóði hennar frá árinu 1970. Þá hlaut Helga Bachmann styrkinn.
Nú hafa alls 28 hlotið styrk úr sjóðnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst