Valur tapaði 3:1 gegn fyrrum Evrópumeisturum Frankfurt í Belgíu í dag í fyrsta leik liðsins í 16-liða úrslitum Evrópukeppni kvennaliða. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrir Val undir lok fyrri hálfleiks. Frankfurt náði ekki að jafna metin fyrr en á 80. mínútu og bættu Þjóðverjarnir við tveimur mörkum á lokakaflanum.Næsti leikur Vals er gegn Wezemaal frá Belgíu á laugardagskvöldið og lokaleikur liðsins er gegn Everton á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin úr þessum riðli komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst