slenska landsliðið mæti Liechtenstein í kvöld klukkan 18:00 og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.
Eftir 4-2 tap gegn Lettum hér heima á laugardaginn eru leikmenn liðsins staðráðnir í að gera betur og sigra þennan leik. Við tókum tal á Gunnar Heiðari Þorvaldssyni og heyrðum hans álit á þessum leik.
,,Það er alveg ljóst að leikurinn við Letta var ekki góður og ég held að allir í liðinu vilja bæta upp fyrir þann leik sem góðum sigri á Liechtstein í dag. Stemmingin í hópnum er mjög góð og ég veit að markmið okkar allra í liðinu er að vinna þennan leik.
Það verður fundur seinna í dag með hvernig við leggjum þennan leik upp en ég held að þetta verður svipað eins og við höfum verið að gera. En það er alveg ljóst að við skuldum okkur það og þjóðinni að vinna þennan leik og ef við mætum eins stefndir í þennan leik eins og leikina gegn Spánverjum og Norður Írum þá er það ekki spurning að okkur tekst það,” sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við Gras.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst