Þessi franska lauksúpa er mjög auðveld í eldun og smakkast frábærlega. Elda þessa súpu oft þegar lítið er til í ískápnum og ég nenni hreinlega ekki út í búð. Maður talar ekki endilega frönsku eftir að hafa borðar hana en iljar vel á köldum vetrar degi.
800 gr laukur
2 msk laukur
1 msk olía
2 tsk ferskt timjan eða ¼ tsk þurrkað timjan
1.2 líter vatn
1 msk nautakraftur
Sletta af hvítvíni eða púrtvíni
3 msk hveiti
Salt og pipar
Gott brauð til að setja í súpuskálina
Ostur
Laukurinn saxaður niður í smá bita. Smjör brætt í potti og olía sett með, laukur og timjan látnir krauma í pottinum við vægan hita í 20 mín.
Hitið vatnið upp að suðu og hrærið nautakraftinum saman við. Stráið örlitlu hveiti yfir laukinn og hrærið vel og hellið vatninu smá saman yfir laukinn, Ef að súpan á að vera þykkari þá bætið við hveiti. Kryddið hana svo til með salt og pipar og látið hana malla við vægan hita í ca 30 mínútur.
Setjið súpuna í skál og skerið brauðið í litla teninga og stráið yfir og setjið góðan ost þar ofan á. Ef að skálin þolir að fara inn í ofn setjið þá skálina undir grillið og bræðið ostinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst