Meistaraflokkur ÍBV í körfubolta lék í gærkvöldi við lið KKF Þóris í Íþróttamiðstöðinni í eyjum og endaði leikurinn 91-75 og hefur liðið unnið báða sína leiki á þessu tímabili. Gestirnir byrjuðu betur og komust í stöðuna – 12 en þá tóku leikmenn ÍBV við sér.
Í þessari stöðu gerði Björn Einarsson þjálfari ÍBV breytingar og ÍBV snéri leiknum sér í vil og komst í stöðuna 37 – 17. Í seinni hálfleik var mestur munur á milli liðana 85 – 63. Í liði ÍBV léku allir 10 leikmenn liðsins og greinilegt er á að mikil breidd er í liðinu.
Stigaskor í leiknum var eftirfarandi en allir leikmenn ÍBV að setja körfu fyrir liðið.
Bjössi 26, Kristján T 16, Diddi 14, Baldvin 12, Bennó 7, Hlynur Þór 5, Addi 5, Gylfi 2, Binni 2 og Steini 2.
Ljósmyndir frá Didda Vídó má sjá hér
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst