Skemmtistaðurinn Jolene í Kaupmannahöfn, sem er í eigu Dóru Takefusa og Dóru Dúnu Sighvatsdóttur (Bjarnasonar innskot eyjar.net), verður lokað þann 30 nóvember næstkomandi.
Ástæðan er miklar kvartanir frá nágrönnum á Sörgenfrigade á Norðurbrú sem sætta sig illa við þann hávaða sem kemur frá staðnum. Þeir hafa ítrekað kvartað yfir hávaða og nú er svo komið að Jolene þarf að víkja.
Jolene hefur slegið í gegn síðan hann var stofnaður í ágúst á þessu ári og hefur notið mikilla vinsælda hjá hipsterum í Kaupmannahöfn.
Dagblaðið Politiken fjallar um málið í dag en þar er haft eftir Dóru Dúnu að Sörgenfrigade henti ekki til veitingarekstrar og því hafi ný staðsetning verið fundin fyrir Jolene. Sú mun ekki vera síðri og því allar líkur á að vinsældir Jolene muni halda áfram að dafna um næstu misseri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst