Köttur vingast við varðstjóra
1. desember, 2007

Kaldur og hrakinn köttur komst í skjól á lögreglustöð Vestmannaeyja í fárviðri í gær, þegar kona nokkur kom honum þangað. Á stöðinni fékk kötturinn góðar viðtökur.

„Hann situr bara hérna á vaktborðinu og hefur það gott,” sagði Pétur Steingrímsson varðstjóri þegar Fréttablaðið sló á þráðinn í gærmorgun.„Hann verður hérna hjá okkur í dag enda er ekki ketti út sigandi eins og er,” sagði varðstjórinn þegar vindurinn þaut úti fyrir um 20 metra á sekúndu. En þó vel færi á með þeim sagðist varðstjórinn ekki gráta það þegar kötturinn færi loks í hendur eiganda þegar hann fyndist. „Hann fer fram á mikla athygli. Hann vælir bara ef maður hættir að kjassa hann svo þetta verður orðið ágætt þegar veðrið lægir.”
Nafn kattarins er ekki enn vitað og lögreglumenn hafa ekki nefnt hann. „Það tekur því ekki að finna nafn á köttinn því hann er bara í dags starfskynningu,” sagði varðstjórinn glettinn.-

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst