Jón �?skar jafnaði á síðustu stundu

Ægir og KFR gerðu 2-2 jafntefli á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar liðin mættust í 13. umferð A-riðils 3. deildar karla. Jón Óskar Björgvinsson skoraði jöfnunarmark KFR á 90. mínútu. Heil umferð fór fram í riðlinum í kvöld. (meira…)

Liðstyrkur í handboltalið ÍBV fyrir komandi tímabil.

Þorgils Orri Jónsson markvörður hefur ákveðið að spila á ný með ÍBV eftir að hafa spilað með ÍR síðasta vetur. Þorgils er að jafna sig af meiðslum og er gert ráð fyrir því að hann byrji að spila í nóvember. Hann mun í vetur æfa með Valsmönnum í Reykjavík en hann er við nám í […]

Mín fagra Heimaey

Nú er verslunarmannahelgin að renna sitt skeið og uppgjör í fullum gangi um hvaða skipulagða hátíð sigraði ofbeldis- og fíkniefnakeppni fjölmiðlara. Keppnin verður líkast til ekki eins hörð nú og jafnan, því óvenjufáar stórar hátíðir voru haldnar í ár. (meira…)

Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var […]

Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var […]

Hermann Hreiðars og Gunnar Heiðar valdir í landsliðið

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru í dag valdir í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22.ágúst. Hermann er byrjaður að leika með Portsmoth og spilaði hann sinn fyrsta leik í enska boltanum um síðustu helgi og lagði Hermann upp annað mark sinna manna sem gerðu 2-2 jafntefli við Derby.Gunnar Heiðar […]

Flóahreppur selur íbúðarhús

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti að selja íbúðarhús við Þingborg þeim Hafsteini Hafliðasyni og Iðunni Óskarsdóttur, sem hafa haft þar búsetu undanfarin ár. (meira…)

Fimm skip til Eyja á rúmu ári

Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. Það er útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn í eigu Magnúsar Kristinssonar sem kaupir skipið hingað […]

MK og talan 44

„Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fagnaði ásamt mörgum öðrum komu nýs togara til Eyja í gær. Lagði hann áherslu á að togarinn myndi leggjast að bryggju klukkan 18.44. Magnús hefur nefnilega lýst því yfir að talan 44 hafi fært honum og fjölskyldu hans gæfu,“ segir í Fréttablaðinu í dag. (meira…)

Stórskipahöfn í �?orlákshöfn ræðst af atvinnuuppbyggingu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir við RÚV að gerð stórskipahafnar í Þorlákshöfn ráðast af atvinnuuppbyggingu þar. Gerð Bakkafjöruhafnar sé önnur framkvæmd og varði samgöngur við Vestmannaeyjar. Hann kveðst treysta sérfræðingum Siglingastofnunar til að meta öryggi Bakkafjöruhafnar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.