Jón �?skar jafnaði á síðustu stundu

Ægir og KFR gerðu 2-2 jafntefli á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar liðin mættust í 13. umferð A-riðils 3. deildar karla. Jón Óskar Björgvinsson skoraði jöfnunarmark KFR á 90. mínútu. Heil umferð fór fram í riðlinum í kvöld. (meira…)
Liðstyrkur í handboltalið ÍBV fyrir komandi tímabil.

Þorgils Orri Jónsson markvörður hefur ákveðið að spila á ný með ÍBV eftir að hafa spilað með ÍR síðasta vetur. Þorgils er að jafna sig af meiðslum og er gert ráð fyrir því að hann byrji að spila í nóvember. Hann mun í vetur æfa með Valsmönnum í Reykjavík en hann er við nám í […]
Mín fagra Heimaey

Nú er verslunarmannahelgin að renna sitt skeið og uppgjör í fullum gangi um hvaða skipulagða hátíð sigraði ofbeldis- og fíkniefnakeppni fjölmiðlara. Keppnin verður líkast til ekki eins hörð nú og jafnan, því óvenjufáar stórar hátíðir voru haldnar í ár. (meira…)
Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var […]
Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var […]
Hermann Hreiðars og Gunnar Heiðar valdir í landsliðið

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru í dag valdir í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22.ágúst. Hermann er byrjaður að leika með Portsmoth og spilaði hann sinn fyrsta leik í enska boltanum um síðustu helgi og lagði Hermann upp annað mark sinna manna sem gerðu 2-2 jafntefli við Derby.Gunnar Heiðar […]
Flóahreppur selur íbúðarhús
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti að selja íbúðarhús við Þingborg þeim Hafsteini Hafliðasyni og Iðunni Óskarsdóttur, sem hafa haft þar búsetu undanfarin ár. (meira…)
Fimm skip til Eyja á rúmu ári

Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. Það er útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn í eigu Magnúsar Kristinssonar sem kaupir skipið hingað […]
MK og talan 44

„Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fagnaði ásamt mörgum öðrum komu nýs togara til Eyja í gær. Lagði hann áherslu á að togarinn myndi leggjast að bryggju klukkan 18.44. Magnús hefur nefnilega lýst því yfir að talan 44 hafi fært honum og fjölskyldu hans gæfu,“ segir í Fréttablaðinu í dag. (meira…)
Stórskipahöfn í �?orlákshöfn ræðst af atvinnuuppbyggingu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir við RÚV að gerð stórskipahafnar í Þorlákshöfn ráðast af atvinnuuppbyggingu þar. Gerð Bakkafjöruhafnar sé önnur framkvæmd og varði samgöngur við Vestmannaeyjar. Hann kveðst treysta sérfræðingum Siglingastofnunar til að meta öryggi Bakkafjöruhafnar. (meira…)