Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru í dag valdir í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22.ágúst.
Hermann er byrjaður að leika með Portsmoth og spilaði hann sinn fyrsta leik í enska boltanum um síðustu helgi og lagði Hermann upp annað mark sinna manna sem gerðu 2-2 jafntefli við Derby.
Gunnar Heiðar kom ekkert við sögu í leik Hannover 96 á móti Hamborg síðustu helgi en stutt er síðan Gunnar Heiðar skoraði glæsilegt mark gegn Real Madrid.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst