„Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fagnaði ásamt mörgum öðrum komu nýs togara til Eyja í gær. Lagði hann áherslu á að togarinn myndi leggjast að bryggju klukkan 18.44. Magnús hefur nefnilega lýst því yfir að talan 44 hafi fært honum og fjölskyldu hans gæfu,“ segir í Fréttablaðinu í dag.