Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. Það er útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn í eigu Magnúsar Kristinssonar sem kaupir skipið hingað til lands frá Póllandi.
Það var fjölmenni sem tók á móti skipinu þegar það lagðist að bryggju, enda leggst það vel í menn að sýndur sé stórhugur í útgerð. En orkar það ekki tvímælis að fara út í svo stórfellda endurnýjun skipakosts þegar menn standa frammi fyrir skerðingu skerðingu þorskheimilda upp á 60. 000 tonn?
Bergey sem sigldi fremst í fylkingu skipa fyrirtækisins og er það önnur nýsmíðin sem bætist við skipakost þess á innan við 6 mánuðum. Bergey er systurskip Vestmannaeyjar VE 444 en það skip sigldi til hafnar í mars síðastliðnum og hefur reynst vel.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst