Hestamaður fluttur með sjúkraflugi

Kona datt af hestbaki við Árbúðir við Kjalveg í kvöld og hlaut bakmeiðsl. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hún konuna á slysadeild á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. (meira…)

Kveikt í fjölda bifreiða

Eldur kviknaði í að minnsta kosti fimm tjónabifreiðum á ruslahaugunum við Selfoss um tíu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum hjá lögreglu er hópur unglinga grunaður um að hafa kveikt í bílunum. (meira…)

Valt á hringtorgi

Vörubíll valt á hringtorginu við Þorlákshöfn laust eftir klukkan níu í kvöld. Engan sakaði en ökumaður var einn á ferð, samkvæmt upplýsingum frá Selfosslögreglu. (meira…)

Enn ein hörmungin á heimavelli

Eyjamenn fóru illa að ráði sínu í kvöld gegn Leikni þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Eins og svo oft áður í sumar byrjaði ÍBV af miklum krafti á heimavelli og flestir á því að það væri nánast formsatriði að klára leikinn. En mörkin létu standa á sér þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Eyjamenn komust yfir með […]

Leiknismenn unnu í Eyjum – Grindavík aftur á toppinn

Created by PhotoWatermark Professional

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar unnu nágrannaslaginn við Njarðvík, 1:0, með marki Paul McShane úr vítaspyrnu, og endurheimtu þar með efsta sæti deildarinnar frá Þrótturum, sem þangað komust síðastliðinn miðvikudag. Gestur Gylfason, leikmaður Njarðvíkur, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.Leiknir úr Reykjavík gerði góða ferð […]

Skólastarf að hefjast.

Skólastarf er að hefjast innan fárra daga. Miklar breytingar hafa verið í farvatninu og mikið og spennandi  starf er framundan. Grunnskóla Vestmannaeyja hefur nú verið aldursskipt. Yngri nemendur eiga að mæta  til skólasetningar 23. ágúst n.k. í Hamarsskóla  sem verður aðsetur fyrir 1. – 5. bekk. Kennsla hefst hjá þeim föstudaginn 24. ágúst. Eldri nemendur […]

Vörubíll valt við Litla-Hraun

Vörubílstjóri var fluttur á slysadeild um klukkan þrjú í dag eftir að bifreið hans valt norðan við Litla-Hraun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann minniháttar meiðsl, en vörubíllinn valt á hliðina þegar verið var að sturta úr pallinum. (meira…)

Rokkaðu á Austurvelli með séra Óla Jóa

Á morgun laugardag mun yngsti prestur landsins séra Ólafur Jóhann Borgþórsson messa á Austurvelli klukkan 20:00 en þá hefst Rokkmessa að hætti Guðs manna. Rokkmessan tengist dagskrá á Austurvelli á menningarnótt þar sem ungt fólk innan Þjóðkirkjunnar verður áberandi. Rokkmessan er samstarfsverkefni Miðborgarstarfs Dómkirkjunnar, ÆSKR. Í messunni leiðir hljómsveit KSS tónlistina, kristilegi stepphópurinn ICE-STEP úr […]

Kettir lifa góðu lífi í fuglabjörgum Ystakletts

Á vef Náttúrustofu Suðurlands er greint frá því að kettir hafi gert sig heimakomna í fuglaholu í Ystakletti, sem er austan við Heimaklett. Að öllu jöfnu er ekki göngufært fyrir fólk frá Heimakletti og út í Ystaklett en svo virðist sem kettir hafi fundið leiðina og lifað góðu lífi enda mikið fuglalíf í klettinum. M.a. […]

Ekki dæma Britney …

Ríkt og frægt fólk verður líka óhamingjusamt, á í vandræðum með áfengi, skilur við maka sína, verður þunglynt, o.s.frv., alveg eins og við hin sem erum hvorki fræg né rík.  Það er ekkert sjálfsagt eða allt í lagi að hneykslast á ríka og fræga fólkinu og sýna því fyrirlitningu af þeirri einu ástæðu að það […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.