Skólastarf að hefjast.
17. ágúst, 2007

Skólastarf er að hefjast innan fárra daga. Miklar breytingar hafa verið í farvatninu og mikið og spennandi  starf er framundan. Grunnskóla Vestmannaeyja hefur nú verið aldursskipt. Yngri nemendur eiga að mæta  til skólasetningar 23. ágúst n.k. í Hamarsskóla  sem verður aðsetur fyrir 1. – 5. bekk. Kennsla hefst hjá þeim föstudaginn 24. ágúst. Eldri nemendur koma til skólasetningar sama dag  í Íþróttahúsinu þar sem þeir munu hitta kennara sína og fá nánari upplýsingar um það sem er framundan.

Í sumar hafa iðnaðarmenn  í bæjarfélaginu unnið hörðum höndum við að breyta húsnæði Barnaskólans  til að bæta aðgengi og aðbúnað allan, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Enn vantar svolítið uppá að þeim  löngu tímabæru framkvæmdum ljúki en ætlunin er að hefja skólastarf  í 6. – 10. bekk  mánudaginn 27. ágúst.  Því má búast við  að bæði nemendur og  starfsmenn skólans þurfi að sýna þolinmæði og umburðarlyndi meðan verið er að koma hlutunum á réttan stað og ljúka frágangi.

Að venju mun umferð bæði gangandi  og akandi vegfarenda aukast verulega þegar skólastarf hefst og því eru forráðamenn beðnir að skoða gönguleiðir með börnum sínum og velja með þeim heppilegustu leiðirnar í skólann.  Jafnframt eru forráðamenn sem aka börnum sínum í skólann hvattir til að skoða heppilegustu akstursleiðirnar. Mikilvægt er að skoða hvar hentar best að skila börnunum  af sér til að þau séu sem öruggust í umferðinni og til að koma í veg fyrir umferðarteppu. Jafnframt eru foreldrar sem aka börnunum í skólann hvattir til þess að sameinast um aksturinn og skiptast á að aka börnunum þannig að það séu sem fæstir bílar á ferð  við skólana.

Verið er  að undirbúa akstursleið að Hamarskóla  úr vestri (Goðahraunsmegin)  þar sem verður gott rými fyrir bíla og örugg gönguleið fyrir börnin  að skólanum.  Einnig er vert að benda foreldrum barna sem fara í Hamarsskóla á, að það er örugg, upplýst  og stutt gönguleið frá  Íþróttahúsinu að Hamarsskóla þannig að foreldrar sem koma austan að  geta ekið börnum sínum að Íþróttahúsinu og látið þau ganga þaðan.

 Eins og við vitum öll er hreyfing talin afar mikilvægur þáttur í heilsurækt. Því  viljum við eindregið hvetja foreldra til að stuðla að því að börn þeirra gangi sem oftast í og úr skóla. 

Með samstarfskveðju,
f.h. fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst