Stillu mistókst að ná yfirráðum í Vinnslustöðinni

Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut. Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. […]

Blómstrandi daga

Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði helgina 23.-26. ágúst. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og ljóst að fjölskyldan á eftir að finna eitthvað við hæfi hvers og eins. „Undirbúningur hefur verið á fullu síðustu vikurnar og allt að gerast,“ segir Kristinn Grétar Harðarson, umsjónarmaður Blómstrandi daga. „Hátíðin hefst á fimmtudag með tveimur spennandi tónleikum, á […]

Kartöflubændur í �?ykkvabæ í tjóni

Kartöflubændur í Þykkvabænum urðu fyrir miklu tjóni um helgina þegar þar gerði næturfrost. Kartöflugarðar eru meira og minna allir svartir enda féllu kartöflugrösin. (meira…)

Opnuð tilboð í ræstingar hjá Árborg

Eftirtalin tilboð bárust í ræstingar nokkurra stofnana Sveitarfélagsins Árborg. Moppan ehf. kr. 1.596.833,- ÍSS Ísland ehf. kr. 1.831.909,- Ræstingaþjón. sf. kr. 2.764.140,- Ræsting og bón kr. 4.085.786,- Bónbræður ehf. kr. 4.658.552, (meira…)

Guðrún Halla æskulýðsfulltrúi

Guðrún Halla Jónsdóttir hefur verið ráðinn íþrótta og æskulýðsfulltrúi Rangárþings ytra og Ásahrepps. Hún mun hefja störf í næstu viku en um er að ræða nýja stöðu hjá téðum sveitarfélögum. Alls sóttu tíu manns um stöðuna. (meira…)

Steinunn verkefnisstjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, frá Hvolsvelli, er tekin við af Jóni Hjartarsyni, forseta bæjarstjórnar Árborgar, sem verkefnisstjóri Fræðslunets Suðurlands. Hún var í hópi sautján umsækjenda um stöðuna. (meira…)

Brotist inn í fjögur fyrirtæki og tvö fíkniefnamál

Brotist var inn í fjögur fyrirtæki í Gagnheiði í síðustu viku. Innbrotin áttu sér stað aðfaranótt þriðjudags en starfsmenn urðu þess varir að ekki var allt með felldu þegar þeir komu til vinnu á þriðjudagsmorgun. Fyrirtækin sem brotist var inn í voru Blikk, JÁ-Verk, TAP og Smíðandi. Öll eru fyrirtækin nærri hvert öðru. (meira…)

Hatta og kjólamót kvenna á morgun

Á morgun, miðvikuaginn kl.17:00 verður haldið níu holu mót fyrir konur þar sem tvær og tvær konur spila saman betri boltann. Allra handanna glæsileg verðlaun fyrir ótrúlegustu tilþrif (meira…)

Afpanta þarf með lengri fyrirvara

Fyrir bæjarráði Vestmannaeyja í dag lá fyrir minnisblað frá Eimskip varðandi tillögur að sölureglum á farmiðum til farþega Herjólfs. Bæjarráð samþykkti umbeðnar breytingar, þó með þeim breytingum að í stað þess að miðar séu ekki endurkræfir tvo sólarhringa fyrir brottför og verði miðað við lokun skrifstofu tveimur dögum fyrir brottför. (meira…)

Bíll stórskemmdur

Í gær sögðum við frá því að skemmdir voru unnar á Skanssvæðinu af því að talið er eftir klukkan fimm síðdegis á sunnudag og mjög líklega seint um kvöldið eða aðfararnótt mánudags.Þessi bíll varð einnig fyrir barðinu á skemmdarvörgum þar sem hann stóð í Fiskiðjuportinu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.