Stillu ehf. og tengdum félögum mistókst að tryggja sér yfirráð yfir Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Eigendur óverulegs hlutafjár samþykktu tilboð Stillu sem hljóðaði upp á 8,5 krónur á hlut. Áður höfðu Eyjamenn gert yfirtökutilboð sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut.
Heimamenn í Vestmannaeyjum óttuðust um framtíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum næði Stilla yfirráðum yfir félaginu. Stilla og tengd félög eiga um þriðjung hlutafjár og ná ekki meirihluta með kaupunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst