Sigur á heimavelli

ÍBV lék í kvöld á Hásteinsvelli á móti Víking frá Ólafsfirði í grenjandi rigningu. ÍBV hefur ekki gengið sem best á heimavelli í sumar og eftir fyrri hálfleikinn þá var útlitið ekki bjart fyrir ÍBV. Víkingur komst fljótt í fyrri hálfleik yfir með marki frá Josip Marosevic. Það var greinilegt að Heimir hafði lesið vel […]

Bíll festist með tvo um borð í Skillandsá

Klukkan 17.30 í dag var Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út vegna bifreiðar sem var föst í Skillandsá sem er við bæinn Miðdal í Bláskógarbyggð. Tveir menn voru í bílnum og þegar björgunarsveitin kom á staðinn voru þeir orðnir blautir þar sem flætt hafði inn í bílinn. (meira…)

ÍBV komið upp í fjórða sæti

ÍBV og Fjarðarbyggð höfðu sætaskipti í kvöld þegar fjórir leikir fóru fram í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Eyjamenn unnu Víking Ólafsvík 3:1 eftir að staðan í hálfleik var 0:1 gestunum í vil. Í síðari hálfleik léku Eyjamenn mun betur og uppskáru eins og til var sáð. Annars voru aðstæður allar hinar erfiðustu, […]

Starfsemi Ísfélagsins af stað eftir sumarlokun

Starfsemi í frystihúsi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum hófst aftur á mánudaginn eftir venjubundna sumarlokun. Fram að síldarvertíð verður keyrt á bolfiskvinnslu í frystihúsinu en á vertíðinni verður að venju fryst síld í húsinu. Í frystihúsinu á Þórshöfn var líka lokað megnið af ágúst en vinnsla á kúffiski hefst þarf aftur í byrjun september og verður unnið […]

Gunnar Heiðar gefur Gunnari Karli landsliðstreyju.

Í dag afhenti ritstjóri www.eyjar.net Kjartan Vídó Gunnari Karli Haraldssyni fótboltaáhugamanni miklum áritaða landsliðstreyju sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf.Gunnar Heiðar og Gunnar Karl er miklir félagar og hefur Gunnar Heiðar áður gefið Gunnari Karli treyjur frá þeim liðum sem hann hefur leikið með. Treyjan sem Gunnar Karl fékk í dag var landsliðstreyjan sem Gunnar Heiðar […]

Svar til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

Af hverju vill Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vestmannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í  Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum.  Það eru skiptar […]

Hjónin að Vesturvegi 28 misstu allt innbú sitt sem var ótryggt

Í brunanum sem varð að Vesturvegi 28 í Eyjum síðasta miðvikudag, skemmdist húsið mjög mikið. Einnig brann mikið af innbúinu eða það skemmdist af sóti og reyk og er flest af því ónýtt. Einar Guðlaugsson og Sólrún Elídóttir bjuggu í húsinu. Sólrún sagði í viðtali við eyjafrettir, að þau hafi ekki verið búin að tryggja […]

Svar til bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.

Af hverju vill Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum ekki ræða kosningar um samgöngumál í Eyjum. Það eru mjög skiptar skoðanir í Vestmannaeyjum um Bakkafjöruhöfn. Fólk úti í Eyjum ætti að fá að kjósa um tvo valkosti, annars vegar um höfn í Bakkafjöru eða hraðskreiðara og stærra skip sem sigldi til Þorlákshafnar á tveimur tímum. (meira…)

Hermann og Gunnar Heiðar á sínum stað í landsliðshópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er í 22ja manna landsliðshópi í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti nú í hádeginu fyrir EM-leikina gegn Spáni og Norður-Írlandi sem fara fram 8. og 12. september. Eiður Smári er meiddur og ekki var talið að hann myndi spila leikina. Tveir nýliðar eru í hópnum, FH-ingarnir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Sverrir […]

�?ttarmót Andersena í Eyjum um helgina

Um helgina halda Andersenar ættarmót í Eyjum, þ.e. afkomendur Danska Péturs, sem svo var nefndur og Jóhönnu Guðjónsdóttur fyrri konu hans og Magneu Jónsdóttur seinni konu hans. En heimili þeirra var að Sólbakka við Hásteinsveg. Ættboginn sem frá þeim er kominn er orðinn mjög stór og verða um 180 manns á ættarmótinu. Stór hluti hans […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.