Um helgina halda Andersenar ættarmót í Eyjum, þ.e. afkomendur Danska Péturs, sem svo var nefndur og Jóhönnu Guðjónsdóttur fyrri konu hans og Magneu Jónsdóttur seinni konu hans. En heimili þeirra var að Sólbakka við Hásteinsveg. Ættboginn sem frá þeim er kominn er orðinn mjög stór og verða um 180 manns á ættarmótinu. Stór hluti hans býr á fastalandinu en einnig mjög stór hluti hans í Eyjum. Til að átta sig á því hvaða fólk er hér um að ræða, má nefna Marý i Mozart Njálsdóttur, Ingu Andersen, Evu Andersen, Víu Andersen og Willum Andersen en Danski Pétur var afi þeirra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst