ÍBV og Fjarðarbyggð höfðu sætaskipti í kvöld þegar fjórir leikir fóru fram í 18. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Eyjamenn unnu Víking Ólafsvík 3:1 eftir að staðan í hálfleik var 0:1 gestunum í vil. Í síðari hálfleik léku Eyjamenn mun betur og uppskáru eins og til var sáð. Annars voru aðstæður allar hinar erfiðustu, rigning og völlurinn nánast á floti og á mörkunum að vera leikfær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst