Framsóknarmenn ganga í barndóm

Framsóknarflokkurinn hefur löngum ekkert þótt höfða neitt of vel til ungsfólks. Gárungar hafa meira að segja haft það á orði að það þætti álíka merkilegt að rekast á ungan Framsóknarmann á förnum vegi og það væri að sjá hvítan hrafn.Mér myndi hinsvegar náttúrulega aldrei detta í hug að segja neitt þvíumlíkt. En samkvæmt því sem […]

Fauk á rafmagnslínu

Lítill sendiferðabíll fauk út af Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli um hálf tíuleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Ökumaður og farþegi hlutu minniháttar meiðsl. Farmhús bílsins losnaði af honum og fauk upp í rafmagnslínu með þeim afleiðingum að rafmagni sló út í nágrenninu. (meira…)

Misstu rúmlega 100 kindur í Kálfá

Rúmlega 100 kindur drukknuðu í Kálfá í Gnúpverjahreppi í morgun þegar verið var að reka fé yfir ána úr safngirðingu innan við bæinn Skáldabúðir. Miklir vatnavextir hafa verið á afréttum sunnanlands í vikunni eftir miklar rigningar. Mjög mikið vatn var í Kálfá og vatnið kalt. (meira…)

Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu

Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.Þá telur stjórnin ennfremur að lítil sem engin velta sé með hlutabréf í félaginu og ekki útlit fyrir að […]

Vaktin komin á netið

36. tölublað Vaktarinnar er nú komið á netið og verður dreift í dag í öll hús í Vestmannaeyjum. Blaðið er tólf síður að þessu sinni en þar er m.a. fjallað um tillögur sem samþykktar voru í gærkvöldi í bæjarstjórn um lækkun leikskólagjalda, knattspyrnuhús og útisvæðið við íþróttamiðstöðina. Auk þess var litið við í slysavarnarskóla Landsbjargar […]

Jói Listó með glæsilegt myndsafn á heimsíðu sinni.

Listamaðurinn Jóhann Jónsson eða Jói Listó eins og hann er oftast kallaður hefur komið sér upp vefsíðu sem inniheldur stórt og glæsilegt ljósmyndasafn. Á síðunni flokkar Jói myndirnar niður í flokka eins og t.d. gamlar þjóðhátíðarmyndir, myndir frá gosinu 1973 og fuglar. Einnig er á síðunni að finna flokka sem Jói kallar spéland en þar […]

Vonumst til að okkar kynslóð flytji aftur heim til eyja

www.eyjar.net mun á næstu vikum og mánuðum heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja. Að þessu sinni heyrðum við í Tinnu Tómasardóttir & Bjarna Ólafi Marinósyni (Dadda) en þau búa í Danmörku sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.