www.eyjar.net mun á næstu vikum og mánuðum heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Að þessu sinni heyrðum við í Tinnu Tómasardóttir & Bjarna Ólafi Marinósyni (Dadda) en þau búa í Danmörku sem stendur.
Nöfn:
Tinna Tómasdóttir (1979) og Bjarni Ólafur Marinósson (1976)
Fjölskylduhagir ?
Eigum saman Emelíu Ögn, 4 ára.
Atvinna & Menntun ?
Daddi er Byggingafræðingur og meistari í pípulögnum.
Tinna er Kennari að mennt en nú á 3.ári í Talmeinafræði við Syddansk Universitet i Odense.
Búseta ?
Búum í eigin húsnæði í Søhus, Odense N
Eigiði Mottó ?
Við lifum bara einu sinni, lifum því lífinu lifandi og “þetta reddast” !!
Fariði oft til Eyja ?
Alltaf þegar við förum til Íslands förum við til Eyja og erum mestan part af dvölinni þar. Hingað til höfum við farið einu sinni á ári en í ár höfum við farið 3 sinnum á stuttum tíma.
Hvaða tengingu hafið þið við Eyjarnar í dag ?
Mest öll okkar nánasta fjölskylda býr í Eyjum og nokkrir vinir.
Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já við gerum það í gegnum fjölskyldur okkar og á netinu.
Hvernig finnst ykkur staða Vestmannaeyja í dag ?
Okkur finnst við oft heyra það svona úta á við að ekkert sé að gerast í Eyjum og ekki mikil jákvæðni en í hvert skipti sem við komum til Eyja upplifum við það þveröfugt og okkur finnst Eyjamenn jákvæðir og alltaf nóg að gera alls staðar. Það er nú bara þannig að Eyjarnar eru fólkið sem býr þar og ef Eyjamenn eru jákvæðir þá gerast góðir hlutir.
Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna ?
Það sem við vonumst til að sjá eftir 10 ár er að okkar kynslóð flytji aftur heim með börn og menntun á bakinu sem hægt verði að nýta til að byggja upp betra bæjarfélag. Að sjálfsögðu vonumst við til að sjá betri samgöngur því með því munu Eyjarnar vaxa.
Sjáiði fyrir á næstu árum að flytja aftur til Eyja ?
Já það kemur mjög vel til greina hjá okkur báðum því þar liggja ræturnar. En það fer að sjálfsögðu að mestu leyti eftir því hvort við bæði fáum góða vinnu við okkar hæfi og menntun.
Gætuð þið hugsað ykkur að reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum ?
Við komum bæði úr fjölskyldum sem hafa rekið og reka fyrirtæki í Eyjum og við höfum ekkert nema gott um það að segja. Við erum bæði með menntun sem gefur kost á að reka eigið fyrirtæki og því er það alveg möguleiki af okkar hálfu.
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndu þið kaupa hlutafé í göngunum ?
Þar sem bættar samgöngur munu ýta undir jákvæða þróun í Vestmannaeyjum getum við ekki annað en sagt já við því. Að sjálfsögðu myndum við vilja taka þátt í jákvæðri uppbyggingu Eyjanna.
Eitthvað að lokun ?
Takk fyrir okkur og sendum bestu kveðjur heim til ykkar allra.
eyjar.net þakka Tinnu og Dadda kærlega fyrir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst