Rúmlega 100 kindur drukknuðu í Kálfá í Gnúpverjahreppi í morgun þegar verið var að reka fé yfir ána úr safngirðingu innan við bæinn Skáldabúðir. Miklir vatnavextir hafa verið á afréttum sunnanlands í vikunni eftir miklar rigningar. Mjög mikið vatn var í Kálfá og vatnið kalt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst