Ian Jeffs valinn bestur hjá ÍBV

Í kvöld var sumarlokahóf ÍBV-íþróttafélags en þar fagna félagsmenn sumarlokum. Hápunktur kvöldsins er að sjálfsögðu verðlaunaafhendingin en þar var Ian Jeffs valinn besti leikmaður liðsins en Jeffs kom til ÍBV um mitt sumar og frískaði heldur betur upp á leik liðsins. Þá fengu þau Arnór Eyvar Ólafsson og Hafdís Guðnadóttir Fréttabikarana sem eru veittir þeim […]

Eyjamenn fögnuðu sigri en sitja eftir með sárt ennið

Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því […]

ÍBV ekki í úrvalsdeildinni að ári

Þá er fótboltasumarið á enda og það orðið staðreynd að ÍBV verður ekki í Landsbankadeildinni að ári. Það verða Grindavík, Fjölnir og Þróttur sem fara upp um deild. ÍBV á Hásteinsvelli við Fjölnismenn sem voru fyrir leikinn öruggir upp um deild og því að litlu að keppa fyrir Fjölnismenn nema heiðurinn einn að vinna ÍBV […]

Lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi

Vinnumálastofnun á Suðurlandi hefur lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þess að 59 starfsmönnum Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi segir, að atvinnuleysi hafi verið í lágmarki á þessu og síðasta ári og frekar auðvelt fyrir fólk að nálgast störf. Á heimasíðu […]

Lýst eftir lausum störfum

Vinnumálastofnun á Suðurlandi lýsir eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi s. 480-5000 og láta vita af lausum störfum sem unnt er að benda atvinnuleitendum á. (meira…)

Ljósbrot í ískristöllum í háskýjum

Forsíðumynd Vaktarinnar tók Óskar Pétur Friðriksson. Myndin er af sérkennilegum ljósgeislum sólarinnar sem prýddu himininn í stutta stund á þriðjudag. Óskar sendi Sigurði Ragnarssyni, veðurfréttamanni á Stöð 2 myndirnar og fékk greiningu á fyrirbærinu. Um er að ræða ljósbrot í ískristöllum í háskýjum sem verður til þess að það sé eins og geislar sólarinnar séu […]

Erfiðir tímar framundan

Störfum í sjávarútvegi mun fækka um 1.000 á sjó og landi næstu 6-12 mánuði vegna niðurskurðar Þorskheimilda og afleiðinga þess. Þetta er mat formanns Landssambands fiskvinnslustöðva. Niðurfelling skattheimtu í formi veiðigjalda sé brýn til að bæta það sem unnt sé. Þriðjungskvótaniðurskurður á þorski, verðmætasta fiskinum, kippir fótunum undan mörgum í fiskvinnslu segir Arnar Sigurmundsson, formaður […]

Sævar �?ór bestur og markakóngur deildarinnar

Á þriðja hundrað manns voru í lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss sem þótti takast afar vel. Sævar Þór Gíslason var valinn leikmaður ársins. Hann var einnig markakóngur deildarinnar með hvorki fleiri né færri en 20 mörk í sumar. (meira…)

Vestmannaeyingar fagna afmæli Bæjarbryggjunnar: 100.ára í haust

Um þessar mundir halda Vestmannaeyingar upp á hundrað ára afmæli Bæjarbryggjunnar sem var tekin í notkun árið 1907. Frá náttúrunnar hendi hefur þó verið höfn í Eyjum frá landnámstíma.   „Eins og frægt er orðið var fyrsta kirkjan á Íslandi reist við höfnina í Vestmannaeyjum þegar kristnitakan átti sér stað árið 1000. Svo liðu aldirnar og […]

Fjölnismenn mættir til Eyja

Í dag klukkan 17.15 leikur ÍBV gegn Fjölni í síðasta leik 1. deildar en möguleiki á sæti í úrvalsdeild felst í sigri og að Reynir Sandgerði leggi Þrótt að velli. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og lið verða því að mæta til leiks, ekki er möguleiki að fresta leiknum. Hins vegar er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.