Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því á sama tíma vann Þróttur Reyni Sandgerði 0:4. Eyjamenn enduðu því í fjórða sæti, aðeins einu stigi frá því að komast upp í úrvalsdeild.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst