Olíukyndingin fyllti húsið af reyk

Allt tiltækt slökkvi- og sjúkralið, auk lögreglu á Selfossi var kallað að húsinu Búðarstíg á Eyrarbakka rétt fyrir kl. 16 í dag. Talið var að eldur hefði komið upp í kjallara hússins en síðar kom í ljós að kveikt hafði verið á gamalli olíukyndingu, sem ekki hafði verið notuð í mörg ár. (meira…)
Vilja að sveitarstjórn endurskoði gögn
Rúmlega 40 íbúar og landeigendur í Flóahreppi afhentu sveitarstjórninni áskorun í síðustu viku þess efnis að sveitarstjórn fari fram á endurskoðun matsskýrslu fyrir virkjanir í Þjórsá. Íbúarnir telja að ný gögn um jarðfræði svæðisins hafi breytt forsendum verulega frá því að úrskurðir Skipulagsstofnunar lágu fyrir í ágúst 2003 enda var jarðfræði svæðisins ekki nógu vel […]
Myndir frá Sumarlokahófi ÍBV komnar á netið

Sumarlokahóf ÍBV var haldið með pompi og prakt á dögunum í Höllinni en þar var leikmönnum, forráðamönnum og almennum félagsmönnum boðið í mat og skemmtun en um 300 manns nutu veisluhaldanna. Myndum frá hófinu hefur nú verið komið fyrir í myndasafni www.sudurland.is en myndum frá lokahófi yngri flokkanna verður bætt við myndasafnið síðar í dag. […]
Hermann og Gunnar Heiðar báðir í landsliðshópnum

Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru báðir í 22ja manna landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari tilkynnti fyrr í dag. Íslenska liðið á tvo leiki fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins, gegn Lettlandi 13. október og Liechtenstein 17. október. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum en sá síðari ytra. Hermann tekur út […]
Annar flokkur Selfoss komst upp í B-riðil

Sameinað lið Selfoss/KFR/Hamars og Ægis undir vinnuheitinu Selfoss varð í öðru sæti í sínum riðli í Íslandsmótinu í sumar og léku því til úrslita gegn Völsungi frá Húsavík í keppni um sæti í B-deildinni. Fyrri leiknum lauk með 4:1 sigri Selfyssinga á heimavelli en síðari leikurinn var æsispennandi og alls voru skoruð sjö mörk í […]
Afmæli og stjórnarskipti í Helgafelli

Um næsu helgi eða laugardaginn 6 október fara fram stjórnarskipti í Helgafelli en klúbburinn er 40 ára um þessar mundir og verður haldið upp á afmælið með veglegri dagskrá. Stjórnarskiptin fara fram uppi á nýjahrauni við minnisvarðann að fyrsta Kiwanishúsinu okkar sem jafnframt var fyrsta Kiwanishús í Evrópu. www.kiwanis.is (meira…)
Gjöf til leikskólans á Laugalandi

Kvenfélagið Eining í Holtum hélt sinn árlega aðalfund laugardaginn 6. september sl. í Heklusetrinu að Leirubakka á Landi. Á fundinum var ákveðið að gefa leikskólanum á Laugalandi 100 þúsund króna gjöf til leikfangakaupa eða hvers sem leikskólastjóri telur að vanti fyrir börnin. (meira…)
Feyging feig

Starfsemi Feygingar ehf. er endanlega komin í þrot. Fjárfestar vildu ekki leggja fé í fyrirtækið í ljósi þess hve svört saga þess er, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sunnlenska. Allur vélbúnaður fyrirtækisins verður að líkindum seldur úr landi og 2400 fermetra verksmiðjuhúsnæði er í söluferli, að sögn Þorleifs Finnssonar stjórnarformanns Feygingar. Hann segir að fyrirtækið geti gert […]
Tillögur Vestmannaeyjinga (bæjarráðs) taka að mestu undir sjónarmiða stórútgerða, ekki hagsmuni heildarinnar.

Alþingi hefur tekið til starfa að nýju eftir stutt sumarþing og nú fá nýkjörnir þingmenn að láta ljós sitt skína. Staða suðurkjördæmis er sterkari nú en hún var fyrir síðustu kosningar þegar kjördæmis hafði einungis einn ráðherra í ríkisstjórn. Nú eru tveir ráðherrar úr kjördæminu og sex þingmenn kjördæmisins teljast stjórnarþingmenn. www.eyjar.net sendu nokkrar spurningar á þingmenn […]
Sameppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja

Skólamálaráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að efna til samkeppni um hönnun á merki og skammstöfun fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja. Allir skapandi einstaklingar, bæði nemendur skólans sem og aðrir eru hvattir til að leggja höfuðið í bleyti og koma með góðar hugmyndir. Þeir sem vilja taka þátt og hanna lifandi og táknrænt merki fyrir skólann eru beðnir að […]