Rúmlega 40 íbúar og landeigendur í Flóahreppi afhentu sveitarstjórninni áskorun í síðustu viku þess efnis að sveitarstjórn fari fram á endurskoðun matsskýrslu fyrir virkjanir í Þjórsá. Íbúarnir telja að ný gögn um jarðfræði svæðisins hafi breytt forsendum verulega frá því að úrskurðir Skipulagsstofnunar lágu fyrir í ágúst 2003 enda var jarðfræði svæðisins ekki nógu vel þekkt á þeim tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst