Rúgbrauð og rjómi

– En ég á rjóma,- sagði heiðurskonan Guðbjörg Sigurgeirsdóttir sem er allt í senn blaðakona, framsóknarkona og Tungnakona þannig að betri getur blandan ekki orðið. – Samtalið átti sér stað inni á ritstjórn Frétta þar sem 8. þingmaður Suðurkjördæmis stóð blautur, hrakinn og hamingjusamur eftir volk í alltof stuttum og hægfara Herjólfi. Erindið er stjórnmálafundur […]

Mugison heldur tónleika á Nótt safnanna

Nótt safnanna verður haldin helgina 9. til 11. nóvember en menningarhátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Dagskráin hefur líklega aldrei verið jafn glæsileg en meðal þess sem þar má finna eru tónleikar Mugison og þá mun rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir lesa upp úr bók sinni sem gerist að stórum hluta í Vestmannaeyjum en í […]

“Heimur versnandi fer” heilkennið

Það er stundum svo dásamlegt hvað fólk lætur auðveldlega selja sér þá hugmynd að heimurinn sé á leið til andskotans. [myndin hér til hliðar er tekin í sumar af dóttur minni og hefur ekkert með þetta blogg að gera að öðru leyti en því að ég trúi því að hún komi til með að búa […]

Bergur-Huginn greiðir hæstu launin í Eyjum

Frjáls verslun hefur tekið saman lista yfir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Af þeim er Samherji langstærstur. Velta fyrirtækisins er 23,7 milljarðar króna. Stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Eyjum er Vinnslustöðin sem velti 5.8 milljörðum á árinu 2006. Bergur Huginn er hinsvegar það sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum sem greiðir hæstu meðallaunin eða tæplega 9.5 milljónir króna og er í öðru […]

Di Stefano viðskiptavinur Glitnis

Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðiskrifstofu Di Stefano í Bretlandi þá hafa þeir dregið yfirlýsingu hans til baka að hann hafi búið í Vestmannaeyjum. En Di Stefano hélt því fram í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi og einnig hélt hann því fram við blaðamann Fréttablaðsins að hann ætti hús í Vestmannaeyjum. http://www.eyjar.net/ höfðu samband við lögfræðistofu […]

Sakbending á morgun

Rannsókn nauðgunar sem kærð var til lögreglu á Selfossi á laugardag vindur enn upp á sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í dag verði teknar skýrslur af vitnum og sakborningum í málinu sem telja á annan tug. Lögregla segir rannsóknina mjög viðamikla. (meira…)

Lögreglan segir rangt frá

Í dagbók lögreglu sem birt var í gær segir hún frá eftirtöldu; Aðfaranótt 28. október sl. stöðvaði lögregla samkvæmi sem haldið var í kró v/Græðisbraut en þarna hafði nemendafélag Framhaldsskóla Vestmannaeyja staðið fyrir skemmtun. Þar sem ekkert leyfi var fyrir skemmtuninni var hún stöðvuð. . Skemmtun þessi var ekki haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans Í Vestmannaeyjum, […]

Reykjavíkurflugvöllur, er hann nauðsyn?

Ég fer svosem ekkert í launkofa með það að hafa áður fyrr mótmælt flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni, en nú get ég bara ekki lengur stutt það að þessi flugvöllur sé að teppa hátt í 200 hektara af einhverju verðmætasta byggingarlandi Íslandssögunnar. Að stórum hluta er Reykjavíkurflugvöllur einungis einkaflugvöllur ríkisbubbanna, með sínar einkaþotur, þó svo að […]

Nótt safnanna verður haldin í 4. skipti helgina 9. – 11. nóvember

Föstudagur 9. nóv. Skansinn –  stafkirkja Setningarathöfn og tónlist flutt af Anniku og Jarli Vélasalur Mugison og hljómsveit Laugardagur 10. nóvember 14.00  Safnahús rithöfundar lesa úr verkum sínum Hrund Þórsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Þórður Guðjónsson 16.00  Betel Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja 20.00 Fiskasafn Erpur Snær Hansen fjallar um rannsóknir á sjófuglum 21.00 Herjólfsbær Yrsa Sigurðardóttir les úr […]

Opinn fundur um byggða- og samgöngumál

Framsóknarfélag Vestmannaeyja heldur opinn fund um byggða- og samgöngumál í Framsóknarhúsinu við Kirkjuveg, 30. október, kl. 20.00.  Gestur fundarins er þingmaðurinn skeleggi Bjarni Harðarson Efni fundarins verður m.a.-100 milljónir í mótvægisaðgerðir vegna 2 milljarða króna niðurskurðar á þorski!-Hvar er stóri pakkinn í samgöngumálum Eyjamanna?-Er ætlunin að stoppa upp landsbyggðina?-Borgríki eða þjóðríki? Hvetjum áhugasama til að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.