"Heimur versnandi fer" heilkennið
30. október, 2007

Það er stundum svo dásamlegt hvað fólk lætur auðveldlega selja sér þá hugmynd að heimurinn sé á leið til andskotans. [myndin hér til hliðar er tekin í sumar af dóttur minni og hefur ekkert með þetta blogg að gera að öðru leyti en því að ég trúi því að hún komi til með að búa við betri heim (og betri samgöngur) en við sem nú erum fullorðin]

Fyrir nokkrum árum (reyndar fyrir um 15 árum) rambaði ég inn í fyrirlestur um heimspeki í Odda. Var reyndar á leið í tíma í lífeðlislegri sálfræði en fór herbergja vilt – hvorki í fyrsta né seinasta skipti sem það gerðist.

Fyrirlesturinn greip mig hinsvegar strax í upphafi en þar var einmitt verið að fjalla um þetta viðhorf “heimur versnandi fer”. Meðal annars var vitnað í eitt af stóru grísku nöfnunum þar sem viðkomandi taldi það til marks um þá vegferð sem heimurinn væri á, að ungmenni dagsins bæru ekki næga virðingu fyrir þeim sem eldri væru, kynnu ekki að meta viðtekin siðferðisleg gildi og væru almennt uppvöðslusöm og erfið. Þetta var skrifað fyrir rúmlega 2000 árum.

Margir trúa því um þessar mundir að landsbyggðin eigi sér ekki viðreisnar von og neysluhyggja borgarlífsins sé allt og alla að drepa. Borgin laðar og blekkir lýðinn með glamúr sínum og gylltum umbúðum. “Innan fárra ára koma allir Íslendingar til með að búa á suðvestur horninu” er sagt með ýmist armæðu eða meðaumkunar glýju í augum.

Í þessu samhengi er gott að velta því fyrir sér hvort hér sé um “heimur versnandi fer heilkennið” að ræða.

Í Tímanum 21. desember árið 1927 stóð:

“Og nú blasa við ömurlegar andstæður. Annars vegar vanhirtar sveitir, þar sem mjög dregst í efa, jafnvel í bestu héröðum, hvort bændur fái haldist við bú. Hinsvegar glysvörusýningar í Reykjavík þvílíkar sem í stórborgum álfunnar, þar sem verkalýðurinn víðs vegar að á landinu eyðir verkkaupi sínu og efnum þjóðarinnar er varpað í svelg eyðslunnar.”

Það eru 80 ár síðan þetta var skrifað.

Ég hef þá einlægu trú að þótt erfiðleikarnir séu miklir sumstaðar um þessar mundir og víða eigi byggðir undir högg að sækja þá sé í heildina bjart fram undan meðfram allri standlengjunni sem og inn til sveita.  Ef til vill ekki allstaðar jafn bjart en bjart engu að síður.

Ég veit líka að Eyjamenn þekkja “heimur versnandi fer heilkennið” í umræðu um samgöngur í Eyjum. Fólk hefur ekki enn gleymt umræðunni um manndrápsfleytuna sem ekki er nokkur von að hægt sé að snúa í höfninni vegna þess hversu há hún er (Herjólfur sem er búinn að þjóna okkur í 14 ár). Fólk man líka umræðuna um jarðgöng undir Hvalfjörð og sumir þekkja meira að segja til mótmæla vegna lagningu símans.

Staðreyndin er engu að síður sú að með hverju árinu sem líður höfum við það betra.  Almenn velmegun eykst, samgöngur batna, þjónusta eflist og áfram má telja.  Vandinn er að það er svo auðvelt að selja fólki ótta.

Elliði Vignisson bloggar á http://ellidiv.blog.is

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst