Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðiskrifstofu Di Stefano í Bretlandi þá hafa þeir dregið yfirlýsingu hans til baka að hann hafi búið í Vestmannaeyjum. En Di Stefano hélt því fram í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi og einnig hélt hann því fram við blaðamann Fréttablaðsins að hann ætti hús í Vestmannaeyjum.
http://www.eyjar.net/ höfðu samband við lögfræðistofu hans á Bretlandseyjum og er Di Stefano staddur í Írak. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á lögfræðistofu hans þá er Di Stefano viðskiptavinur Glitnis á Íslandi og að hann sé með íslenska kennitölu og íslensk skilríki og hann ferðist oft á ári til Íslands og elski land og þjóð.
Ekki fékk það staðfest í Glitni að Di Stefano væri viðskiptavinur bankans.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst