Nemendur FÍV til fyrirmyndar á Akureyri

Oft eru fréttir af félagslífi nemenda framhaldsskólanna á Íslandi heldur neikvæðar en slíkt er þó auðvitað ekki algilt og alltaf ánægjulegt að geta sagt frá því sem vel er gert. Nýlega tóku nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum þátt í knattspyrnumóti framhaldsskólanna. Undankeppnin var í Hafnarfirði og gekk mjög vel því að FÍV var eini skólinn sem […]
Höfn aðili að Cruise Iceland

Mikill áhugi er nú hjá Vestmannaeyjahöfn og Vestmannaeyjabæ að stuðla að því að fleiri erlend skemmtiferðaskip hafi viðdvöl hér í Eyjum. Skipin skapa miklar tekjur fyrir hafnir og bæjarfélög en um er að ræða mjög vaxandi markað og eftir miklu að slægjast. Því er mikilvægt að standa vel að kynningarmálum. Vestmannaeyjahöfn hefur nú gerst aðili […]
�?fært fjóra heila daga frá áramótum

Nýir útreikningar Siglingastofnunar á frátöfum við Bakkafjöruhöfn vegna öldu- og flóðhæðar leiða í ljós, að á tímabilinu frá síðustu áramótum og fram til 31. október, hefði verið ófært fjóra heila daga. Á sama tímabili hafa fjórar ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar verið felldar niður vegna veðurs. (meira…)
Nemendur á skipstjórnarbraut FÍV í saumaklúbb.

Á þriðjudagskvöldi síðasta fóru nemendur á skipstjórnarbraut FÍV á námskeið hjá læknunum Einari Jóns og Gústa á Heilsugæslu Vestmannaeyja. Lærðu nemendur skipstjórnarbrautar að sauma saman sár, sprauta og setja nál í æð fyrir vökva enda aldrei að vita í hvaða aðstæðum skipstjórar og sjómenn lenda í út á sjó. Diddi Vídó ljósmyndari eyjar.net sendi okkur […]
Þorlákur Árnason gefur út barnabók
Þorlákur Árnason yfirþjálfari hjá unglingaflokkum Stjörnunnar hefur skrifað barnabók sem kemur út á næstu dögum. Þorlákur hefur þrátt fyrir ungan aldur þjálfað bæði Meistaraflokka Vals og Fylkis. Hann hefur undanfarin ár verið yfirþjálfari hjá Stjörnunni. Okkur vék forvitni að vita hvað varð til þess að hann skrifaði þessa bók sem heitir Ævintýri Lilla, fyrsti vinurinn. […]