Mikill áhugi er nú hjá Vestmannaeyjahöfn og Vestmannaeyjabæ að stuðla að því að fleiri erlend skemmtiferðaskip hafi viðdvöl hér í Eyjum. Skipin skapa miklar tekjur fyrir hafnir og bæjarfélög en um er að ræða mjög vaxandi markað og eftir miklu að slægjast. Því er mikilvægt að standa vel að kynningarmálum. Vestmannaeyjahöfn hefur nú gerst aðili að samtökunum Cruise Iceland, sem vinnur að því að kynna Ísland sem viðkomustað skemmtiferðaskipa.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst